Nokia 6700 Classic - Þráðlaus Bluetooth-tækni

background image

Þráðlaus Bluetooth-tækni

Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja tækið, með útvarpsbylgjum, við

samhæft Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra fjarlægð (32 fet).
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,1 + EDR sem styður eftirfarandi snið:

advanced audio distribution, audio video remote control, dial-up networking, file

transfer, generic access, generic audio/video distribution, generic object exchange,

network access, hands-free, headset, object push, phonebook access, SIM access, service

discovery application og serial port. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem

styðja Bluetooth-tækni skal nota aukabúnað sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa

tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við

þetta tæki.
Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu

hennar.
Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins hægt að hringja og svara

símtölum með samhæfum aukabúnaði sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði).
Ekki er hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin er virk, nema í

neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-stillingu. Ef tækinu hefur verið

læst skal fyrst slá inn lykilnúmerið til að opna það.
Bluetooth-tengingu komið á

1 Veldu

Valmynd

>

Stillingar

>

Tengimöguleikar

>

Bluetooth

.

2 Veldu

Nafn símans míns

og sláðu inn nafnið á tækinu.

3 Til að koma á Bluetooth-tengingu skaltu velja

Bluetooth

>

Kveikja

. sýnir að

Bluetooth-tenging er virk.

4 Til að tengja tækið við aukabúnað fyrir hljóð velurðu

Tengja hljóðaukabún.

og

aukabúnaðinn.

5 Til að para tækið við öll Bluetooth-tæki á svæðinu skaltu velja

Pöruð tæki

>

Bæta

við nýju tæki

.

6 Veldu tækið og svo

Bæta við

.

7 Sláðu inn lykilorð (allt að 16 stafir) í tækið til að heimila tengingu við annað

Bluetooth-tæki.

Tengimöguleikar 29

background image

Notkun tækisins í falinni stillingu er öruggari leið til að forðast hættulegan hugbúnað.

Ekki skal samþykkja Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er treyst. Einnig er hægt

að slökkva á Bluetooth. Þetta hefur ekki áhrif á aðrar aðgerðir símans.
Tölva tengd við internetið

Hægt er að nota Bluetooth-tækni til að tengja tölvuna þína við internetið. Tækið verður

að geta tengst internetinu (sérþjónusta) og tölvan verður að styðja Bluetooth-tækni.

Eftir tengingu við aðgangsstað tækisins og pörun við tölvuna opnar tækið sjálfkrafa

pakkagagnatengingu við internetið.