
Myndataka
Til að taka mynd ýtirðu á myndatökutakkann eða flettir til hægri eða vinstri ef
myndupptaka er í gangi.
Hægt er að stækka eða minnka myndina með því að fletta til vinstri eða hægri, eða með
því að nota hljóðstyrkstakkana.
Ýttu á myndatökutakkann til að taka mynd. Myndir eru vistaðar í minni símans eða á
minniskorti, ef það er til staðar.
Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að stilla fókusinn sjálfkrafa. Þá birtist hvítur
rammi. Hvíti ramminn verður grænn þegar fókusi hefur verið náð. Ýttu
38 Miðlar

myndatökutakkanum alveg niður til að taka mynd. Rauður rammi táknar að myndin sé
ekki í fókus. Slepptu þá takkanum og fókusaðu aftur.
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr
sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Til að nota flass myndavélarinnar velurðu
Valkostir
>
Flass
>
Kveikja á flassi
; en til
að nota flassið sjálfkrafa þegar birtuskilyrði eru slæm velurðu
Sjálfvirkt
.
Til að birta mynd um leið og þú hefur tekið hana skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Tími forskoðunar
og tíma forskoðunarinnar. Til að taka aðra mynd þegar þú forskoðar
mynd velurðu
Til baka
. Til að senda myndina í annað tæki eða til þjónustu velurðu
Valkostir
>
Senda
.
Þetta tæki styður 2592x1944 punktar myndupplausn.