Gagnlegar ábendingar
Upplýsingar um símann og hvernig hann virkar er að finna í notendahandbókinni. Ef
það dugar ekki geturðu reynt eftirfarandi:
•
Endurstilla símann: slökktu á símanum og fjarlægðu rafhlöðuna. Eftir nokkrar
sekúndur skaltu setja rafhlöðuna í og kveikja á símanum.
•
Endurvekja upphaflegar stillingarnar.
Sjá „Upprunalegar stillingar“, bls. 36.
•
Þú getur uppfært hugbúnað símans með forritinu Nokia Software Updater, ef það
er í boði.
Sjá „Hugbúnaðaruppfærslur“, bls. 7.
•
Farðu á vefsvæði Nokia eða hafðu samband við Nokia Care þjónustuver.
Sjá
„Þjónusta Nokia“, bls. 7.
Ef ekki er hægt að leysa fyrirspurnina skaltu hafa samband við næsta Nokia Care
þjónustuver varðandi hugsanlega viðgerð. Alltaf skal taka öryggisafrit eða búa til skrá
yfir þau gögn sem eru í símanum áður en hann er sendur í viðgerð.